Hver á sér fegra föðurland?

Heil og sæl.

Í dag langaði mig að deila með ykkur nokkru merkilegu og því sem ég er einna stoltust af á mínum skáldaferli. Árið 1944 ákvað ég að taka þátt í ljóðasamkeppni sem haldin var í tilefni stofnunar íslenska lýðveldisins á Þingvöllum. Ég samdi og sendi inn ljóð sem fékk nafnið Hver á sér fegra föðurland?. Er skemmst frá því að segja að ég kom, sá og sigraði þá keppni ásamt Jóhannesi úr Kötlum. Hann sendi inn ljóðið Land míns föður (Ljóð og laust mál úrval, bls. 19).

Þegar ég var að vafra um netið á daginn vildi svo skemmtilega til að ég rakst á kór einn syngja ljóðið mitt og mikið þótti mér nú vænt um það. Þetta ljóð mitt hefur greinilega lifað með fólkinu og það hlýtur að vera takmark allra skálda.  Ég læt linkinn fylgja ásamt texta: https://www.youtube.com/watch?v=f3vmgjXBJfs

Hver á sér fegra föðurland?

Hver á sér fegra föðurland,
með fjöll og dal og bláan sand,
með norðurljósa bjarmaband
og björk og lind í hlíð?
Með friðsæl býli, ljós og ljóð,
svo langt frá heimsins vígaslóð.
Geym, drottinn, okkar dýra land
er duna jarðarstríð.

Hver á sér meðal þjóða þjóð,
er þekkir hvorki sverð né blóð
en lifir sæl við ást og óð
og auð, sem friðsæld gaf?
Við heita brunna, hreinan blæ
og hátign jökla, bláan sæ,
hún uni grandvör, farsæl, fróð
og frjáls – við ysta haf.

Ó, Ísland, fagra ættarbyggð,
um eilífð sé þín gæfa tryggð,
öll grimmd frá þinni ströndu styggð
og stöðugt allt þitt ráð.
Hver dagur liti dáð á ný,
hver draumur rætist verkum í
svo verði Íslands ástkær byggð
ei öðrum þjóðum háð
Svo aldrei framar Íslands byggð
sé öðrum þjóðum háð.

Það er óhætt að segja að þetta ljóð var ólíkt öðrum ljóðum sem ég samdi. Yfir því er stríðsblær enda samið þegar heimstyrjöldin seinni var að líða undir lok. Í ljóðinu lýsi ég landinu okkar, fallega og hreina, og hversu gott er að búa á Íslandi, þar sem við erum óhult fyrir blóðbaðinu sem var í gangi annars staðar í heiminum á stríðstímunum. Ég lýsi auðlindum landsins og andstæðum þess, eldi og ís. Þjóðerniskenndin kemur sterk fram og ást á landinu okkar og einlæg von um að Íslendingum beri sú gæfa að ráða sér sjálfir og verði ekki öðrum háðir.

Ykkar einlæg,

Hulda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s