Mín helstu verk

Komið þið sæl

Í dag langaði mig að segja ykkur frá skáldaferli mínum. Ég byrjaði mjög ung að leika mér að því að yrkja en á árunum 1904-5 birti ég opinberlega mín fyrstu ljóð. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, ég var virkilega stressuð að opinbera verk mín svona þar sem ég hafði aldrei gert neitt slíkt fyrr. Það voru líka ekki margar konur sem voru að yrkja og semja ljóð og sögur á þessum tíma, að minnsta kosti  ekki opinberlega. Þannig að ég var að stíga stórt skref út fyrir þægindarammann. Því var það úr að ég ákvað að skrifa og birta verk mín undir dulnefni og allt sem kom út eftir mig var undir skáldanafninu Hulda. En viti menn, ljóðin mín vöktu heilmikla athygli og eftir þetta lá leiðin bara upp á við. Ég fékk m.a. jákvæð viðbrögð annarra skálda. Til dæmis orti ekki ómerkari maður en Einar Benediktsson til mín ljóð þar sem hann kallaði mig „dalasvanna“ og Þorsteinn Erlingsson ritaði grein sem hann nefndi Hulduspegil í Þjóðviljann þar sem hann fór lofsamlegum orðum um verkin mín. Ég hélt áfram að skrifa og semja í gríð og erg. Ég skrifaði nokkuð margar ljóðabækur og eru þetta þær helstu:

  • Kvæði (1909)
  • Syngi, syngi svanir mínir (1916)
  • Segðu mér að sunnan (1920)
  • Við ysta haf (1926)
  • Þú hlustar Vár (1933)
  • Söngur starfsins (1946)
  • Svo líða tregar (1951)

Einnig skrifaði ég líka nokkrar sögur:

  • Æskuástir I og II (1915 og 1919)
  • Myndir (1924)

 

Ykkar einlæg,

Hulda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s