Skáldkonan Hulda

Hæhæ, komið þið sæl og blessuð.

153424_aÉg hét Unnur Benediktsdóttir Bjarklind en kaus að vera kölluð Hulda, að minnsta kosti var ég þekkt af verkum mínum undir því nafni. Ég var fædd og uppalin á Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu en fæðingardagur minn var þann 6. ágúst 1881. Pabbi minn var hann Benedikt Jónsson en hann var bæði bóndi og hreppstjóri á Auðnum. Hann gerðist síðan seinna meir bókavörður í Húsavík. Mamma mín hét Guðný Halldórsdóttir. Hún var listfeng og las mikið af bókum. Blessuð sé minning þeirra. Ég átti ég fjórar systur og tvær þeirra ortu ljóð og kvæði eins og ég.

Á mínum yngri árum var ég í einkakennslu heima á Auðnum en þegar ég var um tvítugt flutti ég loks að heiman til Akureyrar. Þar lagði ég stund á hússtjórn og hannyrðum. Veturinn 1904-5 fluttist ég svo til Reykjavíkur til frekara náms og lærði erlend tungumál. Þar kynntist ég ágætum dreng, honum Sigurði mínum, sem átti síðar eftir að verða eiginmaður minn.Við tókum okkur ættarnafnið Bjarklind. Við giftum okkur árið 1905. Við eignuðumst fjögur börn saman en það fyrsta fæddist andvana. Eins og ghulda_hja_solefur að skilja tók það á og var mikið áfall og mótaði mig m.a. í kveðskap mínum.

Í mér blundaði alltaf mikil ævintýraþrá og útrás. Ég ferðaðist mikið um Evrópu og kom víða við, heimsótti söfn og kynnti mér þjóðhætti og rithöfunda. Frá 1906 bjuggum við Sigurður á Húsavík og þar var mjög gestkvæmt. Reyndum við hjónin alltaf að gera vel við bæði gesti okkar og gangandi. Síðar meir fluttumst við til Reykjavíkur en þegar þangað var komið var ég orðin mikið veik.Eftir langa og erfiða baráttu við veikindi þurfti ég að játa ég mig sigraða. Þann 10. apríl 1946 lést ég, en þá hafði ég lifað 65 góð ár.

Nú finnst ykkur lesendur góðir eflaust undarlegt í meira lagi að lesa hér blogg eftir látna konu. En árið 2016 er allt hægt með góðri aðstoð og fleiri tækifæri til að láta drauma sína rætast en þegar ég var upp á mitt besta. Mig langaði því að nýta þennan vettvang og segja ykkur örlítið frá mér.

Ykkar einlæg,

Hulda.